Egill Egilsson erfði áhuga föður síns á ljósmyndun sem hefur leitt hann út kvikmyndagerð. Staðfastur að vinna á bakvið upptökuvélina fór hann að læra í Colombia College, Hollywood og einbeitti sér að kvikmyndatökustjórn. Hann hefur kvikmyndað sjónvarpsmyndir á borð við Sweet Temptation, A Face To Die For, Businessfor Pleasure og Sirens, einnig hefur hann skotið sjónvarpsþættina Red Shoes Dairies, The Wire, Eleventh Hour og Miami Medical. Hann hefur tvisvar sinnum verið tilnefndur til ASC verðlaunanna fyrir þættina CSI: Miami og vann hann ASC verðlaun árið 2009 fyrir þátt í Dark Blue sjónvarpsþáttunum. Egill varð gerður að meðlimi The American Society of Cinematographers (ASC) í janúar 2011.