Our Blog

Success is no accident. It is hard work, perseverance, learning, sacrifice and most of all, love of what you are doing or learning to do.

Óttar Lýkur tökum á „The Numbers Station“

29/12/2011 - Fréttir, Ottar Guðnason -

Óttar Guðnason lauk, nú nýverið, tökum á kvikmyndinni „The Numbers Station“, sem er spennumynd í anda Bourne myndanna. Hún er framleidd af framleiðslufyrirtæki í Los Angeles sem er í eigu Bryan og Sean Furst en þeir eiga einnig re-make réttinn á Mýrinni eftir Baltasar Kormák.  „The Numbers Station“ er leikstýrt af Kasper Barfoed, dönskum leikstjóra sem leikstýrði m.a. myndinni „Kandidaten“.

 

„Hann valdi mig fyrir þetta nýja verkefni sitt efitir að hafa séð myndina „Inhale“ sem ég kvikmyndaði fyrir nokkrum árum síðan.“   Segir Óttar.

„The Numbers Station er sæmilega stór í sniðum og kostnaðaráætlunin vel á annan milljarð. 

Það er talsvert mikið í þetta lagt og að þessu verkefni koma fullt af topp fólki í Breska kvikmyndageiranum. Stunt cooridnator á myndinni er Greg Powell sem talinn er einn af þeim al bestu í sýnum geira. Special-effects deildin er skipuð fólki sem vann við mynd Ridley Scott “Prometheus”  sem skotin var á Íslandi í sumar. Þjóðarstolltið gerði vart við sig hjá mér þar sem allir Bretarnir voru algjörlega dolfallnir af landi og þjóð.“

„Fyrstu tvær vikurnar hjá mér fóru í það að finna fólk til að vinna með mér. Það var hálf fyndið að fá þetta fólk í viðtal þar sem flestir voru búinir að vinna við stærstu og flottustu myndir undanfarinna ára. Kameru (foucs puller) aðstoðar mennirnir sem ég endaði á að ráða unnu á myndum á borð við King Speach, Bourne myndunum, Sherlock Holmes  og svo má lengi telja. “

 

Myndin er að öllu leyti kvikmynduð í Suffolk héraði sem sem er norðaustur af borginni. Flestir tökustaðir eru á gömlum Nato-hervellli þar sem við erum búnir að breyta neðanjarðarbyrgi í svokallaða „Numbers Station”.

Aðalhlutverkin eru í höndum John Cusack og Malin Akerman og einnig er fjöldinn allur af Breskum leikurum í smærri hlutverkum.

 

„Það var skemmtilegt að hitta John Cusack aftur eftir að við unnum saman í Berlin árið 2007. Við John unnum saman ásamt Jan de Bont við gerð myndarinnar Stopping Power sem við því miður fengum aldrei að klára. 

Við meira að segja vorum búnir að kvikmynda opnunarsenuna á þeirri mynd þegar allt var tekið úr sambandi þar sem fjármögnunin féll saman á lokametrunum, en það er nú önnur saga. Í dag þykir hreinlega kraftaverk að ná svona”independent” myndum saman þar sem gríðarlega erfitt er að komast yfir fjármagn. Það mátti minnstu muna að þessi mynd félli saman fyrir rúmum mánuði síðan, en guði sé lof gékk fjármögnunin eftir og við fengum að halda setttu striki. 

 

Óttar skaut myndina á Arri Alexu, nýjustu full frame digital vélinni frá Arri, og notaði Anamorphic 2x squeeze linsur (digital left/right crop)