Our Blog

Success is no accident. It is hard work, perseverance, learning, sacrifice and most of all, love of what you are doing or learning to do.

Ágúst á Langjökli

03/01/2012 - August Jakobsson, Kvikmyndir -

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni „Frost“ og fara þær fram á Langjökli. Þetta er sci-fi þriller sem Reynir Lyngdal leikstýrir og Jón Atli Jónsson skrifar handritið

„ Ég bý á hótel Geysi næsta mánuðinn….  við þurfum að byrja hvern dag á því að keyra í 45 minútur, upp að rótum langjökuls og svo til baka á kvöldin“ segir Ágúst Jakobsson, ÍKS

Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á landi í fullri lengd í rúman áratug, eða síðan hann vann við Popp í Reykjavík, Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stuttmyndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við framleiðendura Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað hann að stökkva á verkefnið. „Um leið og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi á jökli og að þetta væri spennumynd sagði ég: „Ókei, ég er klár.“  Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson.

Ágúst  tekur myndinda á Arri Alexa og Zeiss T 1,3 linsur og eftir fjölmargar prufur ákvað hann að nota Sony F3 sem aukavél. Einnig verður hann með Canon 5D og Gopro sem riggvélar, þegar við á.