Ásgrímur Guðbjartsson ÍKS

aq_block_2

Ásgrímur Guðbjartsson stundaði nám í kvikmyndattöku í LACC og CCH í Bandaríkjunum frá 1997 til 2003. Samhliða skólunum starfaði hann sem aðstoðartökumaður of myndaði stuttmyndir og tónlistarmyndbönd. Eftir að hafa lokið námi flutti hann heim og starfaði í nokkur ár sem Ljósameistari áður en hann snéri sér alfarið að kvikmyndatöku.
Síðan þá hefur hann skotið bíómyndir, sjónvarpsseríur, stuttmyndir og fjöldann allan af auglýsingum.
Meðal verkefna eru Sumarbörn(2017), Tryggð(2019), Abbababb(2022), Ráðherrann(2020), Vegferð(2021), Brúðkaupið mitt(2022), Trom(2022) ofl.
Var hann tilnefndur til Eddunnar fyrir sjónvarpsseríuna Ráðherrann.