G. Magni Ágústsson ÍKS

aq_block_2

G. Magni Ágústsson hefur unnið sem kvikmyndatökustjóri í einn og hálfan áratug eftir að hafa unnið sig upp frá því að vera aðstoðartökumaður á Íslandi. Hann hefur unnið við fjölda auglýsinga og tónlistarmyndbanda um víða veröld síðastliðin ár. Einnig hefur hann stjórnað upptökum á kvikmyndum í fullri lengd, heimildarmyndum og stutt-myndum. Magni kvikmyndaði stuttmyndirnar Síðasta Bærinn sem fékk Óskars-tilnefningu, Room 8, sem vann bresku BAFTA-verðlaunin og íslensku stuttmyndina Come to Harm, sem vann Edduna fyrir bestu stuttmynd ársins. Magni kvikmyndaði tónlistarheimildarmynd SigurRósar Heima, sem fékk Eddu tilnefningu fyrir bestu kvikmyndatöku. Hann kvikmyndaði íslensku myndirnar Strákarnir okkar, Brim sem vann Edduna fyrir bestu kvikmyndatöku og París Norðursins. Þar að auki má nefna bandarísku myndina The Last Winter og bresku sjónvarpsmyndina Wallander sem fékk Eddu tilnefningu fyrir bestu kvikmyndatöku. Auk þess hefur hann stjórnað kvikmyndatökum á sjónvarpsseríunum Free Agents, Spy, Endeavour og Dr. Who í Bretlandi og á Flateyjargátunni á Íslandi. Magni býr og starfar í Los Angeles um þessar mundir og hefur stjórnað þar upptökum á bandarísku sjónvarpseríunum A Million Little Things og Stumptown.