Jakob Ingimundarson ÍKS

aq_block_2

Jakob lærði kvikmyndagerð við The London Film School og lauk þar námi aldamótin 2000. Samhliða nám starfaði hann sem aðstoðartökumaður í London og á Íslandi. Jakob hefur svo unnið að fullu sem kvikmyndatökumaður síðan árið 2001. Hann er nú búsettur í Noregi ásamt sambýliskonu sinni og tveimur börnum. Þaðan hefur hann unnið við auglýsingagerð, kvikmyndir og leikið efni fyrir sjónvarp. Af verkum hans ber helst að nefna kvikmyndina “Jernanger” (2009) sem hlaut einróma lof gagnrýndanda, verðlaun og viðurkenningar. Hina geysivinsælu sjónvarpsþætti “Lilyhammer” sem að hafa verið seldir til ca. 130 landa og eru þar með ein af mest seldu skandínavísku sjónvarpseríunum sem framleiddar hafa verið. Jakob hefur einnig unnið við fjöldan allan af verðlaunuðum stuttmyndum. Þar ber hæst að nefna myndina “Sniffer” sem hlaut gullpálman á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2006 í sínum flokki og er í fyrsta sinn sem að Norsk mynd hlýtur þessi rómuðu verðlaun.