Jóhann Máni Jóhannsson ÍKS

aq_block_2

Jóhann Máni Jóhannsson byrjaði ungur að starfa við kvikmyndagerð. Fyrst hjá RÚV 1997 sem aðstoðartökumaður seinna hjá Skjá einum þar sem hann var einn af fyrstu starfsmönnum stöðvarinnar.
Jóhann skaut sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd árið 2009. Ári seinna skaut Jóhann kvikmyndina “Órói“ sem vakti mikla athygli og var Jóhann tilnefndur til Edduverðlauna í fyrsta skipti fyrir þá mynd. Seinna komu myndir eins og “Vonarstræti“ sem hlaut 12 Edduverðlaun, meðal annars fyrir kvikmyndatöku, og “Lof mér að falla“ sem var einnig tilnefnd fyrir kvikmyndatöku.
Jóhann hefur líka gert fjöldann allan af leiknum sjónvarps þáttum. T.d. Réttur 3, Venjulegt fólk, Svörtu sandar og Vitjanir.
Nú starfar Jóhann jafnt innanlands sem utan við gerð kvikmynda og sjónvarpsþátta. Jóhann býr í Reykjavík með Katrínu Ósk og eiga þau saman tvö börn.