Óttar Guðnason ÍKS

aq_block_2

Frá sautján ára aldri hefur Óttar Guðnason verið að vinna við sem sjónvarpstökumaður hjá Stöð tvo. Þau þrjú ár sem Óttar var starfandi fyrir Stöð tvo þá myndaði hann fréttatengt efni, íþróttaviðburði og annað sjónvarpstengt efni. Árið 1994 þá færðist hann yfir í að skjóta auglýsingar og leikið efni fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Síðan þá hefur hann skotið hátt í 500 auglýsingar og nokkrar kvikmyndir. Óttar hlaut Eddu verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatöku fyrir myndina A Little Trip to Heaven. Óttar hefur fengið fjöldan allan af auglýsinga- og markaðsverðlaunum fyrir auglýsingarnar sínar. Hann er stöðugt á ferð og flugi, hann hefur umboðsmenn í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. Óttar býr á Íslandi með eiginkonu sinni og þremur börnum.