Tómas Örn Tómasson ÍKS

aq_block_2

Eftir útskrift frá Verzlunarskóla Íslands tók Tómas sér árs frí frá námi til að prófa sig áfram með áhugamál sitt, kvikmyndagerð. Eftir það hóf hann nám í sagnfræði við Háskóla Íslands, en loka árið tók hann sem skiptinemi í Kaupmannahafnarháskóla, þar sem honum gafst kostur á að sérhæfa námið nær heimildamyndagerð. Framtíðarplanið var að gerast kennari og skrifa, leikstýra, kvikmynda og klippa heimildamyndir í hjáverkum. Samhliða háskólanáminu gekk hann í flest störf innan kvikmyndagerðarinnar og öðlaðist þar með mikla faglega reynslu, auk þess sem tiltrú hans og áhugi á því að starfa sem kvikmyndagerðamaður jókst. Það að segja sögu í gegnum linsu hafði alltaf heillað hann og loks tók hann ákvörðun um að öll önnur plön yrðu að bíða betri tíma.
Tómas hefur starfað sem kvikmyndatökustjóri í um tvo áratugi víðsvegar um heiminn og myndað fjöldan allan af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, myndlistarverkum, tónlistarmyndböndum, heimildamyndum og sjónvarpsauglýsingum, auk þess sem hann er fagstjóri kvikmyndatöku hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Yfirlit yfir kvikmynduð verk Tómasar er að finna á heimasíðunni hans og er tenging við hana hér að ofan.

“Stirring cinematography by Tómas Örn Tómasson, who captures the film’s stark Icelandic location with sweep and dazzle”. Los Angeles Times, 30th of Jan 2019
“With the invaluable help of cinematographer Tomas Orn Tomasson … [the director] builds suspense and nerve-frying tension using the basic tools of composition and camera placement.” RollingStone, 30th of Jan 2019.
“The best art of the 21st century” Visitors (2012) by Ragnar Kjartansson. The Guardian, 17th of Sep 2019.
“The rooms are beautifully detailed, and each looks like a dramatic painting — the naturally lit kitchen like a Vermeer, the shadowy hallway more like a Caravaggio.” Nashville Scene, 8th of Feb 2017
“Icelandic DP Tomas Tomasson brings a fresh eye to the visuals, which are not all dust and white stone but include less familiar perspectives.” The Hollywood Reporter, 31st of Jan 2020.