Víðir Sigurðsson ÍKS

aq_block_2

Viðir Sigurðsson hefur starfað sem kvikmyndatökumaður síðan 1993, hér á landi og erlendis. Hann hefur m.a. myndað kvikmyndirnar: Í takt við tímann (Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson), Köld slóð (Leikstjóri: Björn Br. Björnsson), Desember (Leikstjóri: Hilmar Oddsson), Ávaxtakörfuna (Leikstjóri: Sævar Guðmundsson), Okkar eigin Oslo (Leikstjóri: Reynir Lyngdal) og Agnes Joy (Leikstjóri Silja Hauksdóttir). Víðir myndaði einnig sjónvarpsþættina Dagurinn í gær (Leikstjóri: Hilmar Oddsson), Venni Páer (Leikstjóri: Sævar Guðmundsson), Mannaveiðar (Leikstjóri: Björn Br. Björnsson), Ástríður 2 (Leikstjóri: Silja Hauksdóttir), Hamarinn og Hraunið (Leikstjóri: Reynir Lyngdal), Fólkið í blokkinni (Leikstjóri Kristofer Dignus), Jarðaförin mín (Leikstjóri Kristofer Dignus) og Systrabönd (Leikstjóri Silja Hauksdóttir). Auk þess hefur hann myndað fjölda heimilda- og kynningarmynda og hundruð sjónvarpsauglýsinga. Víðir fékk tilnefningu til Eddu verðlauna fyrir kvikmyndatöku á Kaldri Slóð.