Our Blog

Success is no accident. It is hard work, perseverance, learning, sacrifice and most of all, love of what you are doing or learning to do.

Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra, ÍKS stofnað

14/02/2011 - Fréttir -

Stofnað hefur verið félag íslenskra kvikmyndatökustjóra (sk.st. ÍKS). Félagið er að fyrirmynd sambærilegra félaga í nágrannalöndum, s.br. BSC British Cinematographers Society, FNF Foreningen Norske Filmfotografer o.fl. Stofnfélagar eru allir starfandi íslenskir kvikmyndatökustjórar.

Stjórnina skipa:

Bergsteinn Björgúlfsson, forseti,
G. Magni Ágústsson, ritari,
Víðir Sigurðsson, gjaldkeri,
Karl Óskarsson,
Óttar Guðnason

Arðrir meðlimir eru
Ágúst Jakobsson
Ari Kristinsson
Birgit Guðjónsdóttir
BVK
Egill Egilsson ASC
Sigurður Sverrir Pálsson

ÍKS hefur sótt um aðild að IMAGO, sem eru alþjóðasamtök kvikmyndatökustjóra. Tilgangur félagsins er að auka veg faglegrar kvikmyndunar  og halda í hávegum listrænum gildum. Kvikmyndun mun alltaf verða listgrein sem útheimtir innsæi og sköpunargáfu sem engin tæki koma í staðinn fyrir. Félagið hefur opnað heimasíðu þar sem helstu nýjungar og straumar verða á dagskrá.

0 Comments
Would you like to share your thoughts?

Leave a Reply